Í dag var nemendum í 9. bekk boðið að upp á spjall með Jóni Gnarr á Bókasafni Kópavogs. Jón fræddi nemendur um hvernig bók verður til og hvað felst í því að vera rithöfundur. Hann fjallaði einnig um handritagerð og hversu skemmtilegt er að vinna slíka vinnu þótt handritin séu sjaldan gefin út og flestir horfi á kvikmyndir og sjónvarpsþætti án þess að gera sér grein fyrir að slíkt efni verður ekki til nema vegna þess að einhver skrifar handrit. Hann ræddi um mikilvægi þess að lesa Íslendingasögur og fræðast um lifnaðarhætti þeirra sem bjuggu hér á undan okkur. Þetta var forvitnilegt og skemmtilegt og nemendur voru skólanum til mikils sóma.