Fimmtudaginn 23. ágúst fer fram skólasetning og kynning á starfi vetrarins fyrir nemendur og foreldra í 2. – 10. bekk Álfhólsskóla.
Fimmtudaginn 23. ágúst er jafnframt skólaboðun hjá 1. bekk þar sem foreldrar og nemendur 1.bekkjar verða boðaðir til viðtals við umsjónarkennara á tímabilinu kl. 8:00 – 14:00.
Formleg skólasetning fyrir 1. bekk verður föstudaginn 24. ágúst kl. 8:10 í salnum í Digranesi.
Skólasetning einstakra bekkja verður á eftirtöldum tímum:
Kl. 8:15 – 2. bekkur – Skólasetning og kynning(ar) – Digranes.
Kl. 8:45 – 3. bekkur – Skólasetning og kynning(ar) – Digranes
Kl. 9:15 – 4. bekkur – Skólasetning og kynning(ar) – Digranes
Kl.10:15 – 5. – 7. bekkur – Skólasetning og kynning(ar) – Hjalli
Kl. 11:00 – 8. – 10. bekkur – Skólasetning og kynning(ar) – Hjalli
Nemendur 1.bekkjar eru að byrja í nýjum skóla, nemendur 5.bekkjar að byrja á nýju skólastigi og flytja á milli skólahúsa og nemendur 8.bekkjar að hefja nám á unglingastigi.
Þess vegna verða einnig sérstakir fræðslu- og kenningarfundir fyrir foreldra þessarra árganga sem hér segir:
5. bekkur, miðvikudaginn 29. ágúst kl. 17:30. (Hjalli)
1. bekkur, fimmtudaginn 30. ágúst kl. 17:30. (Digranes)
8. bekkur, þriðjudaginn 4. september kl. 17.30 (Hjalli)