Blái dagurinn, dagur einhverfunnar er föstudaginn 6. apríl. Í dag fimmtudaginn 5. apríl frumsýndu samtökin Blár apríl-Styrktarfélag barna með einhverfu nýtt fræðslumyndband í sal Álfhólsskóla að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra, 5.bekk skólans og fleiri gestum. Við það tækifæri tók ráðherra jafnframt formlega við myndbandinu sem gjöf til íslenskar barna.
Í kjölfar sýningarinnar ræddi ráðherra við krakkana og svaraði fjölmörgum spurningum sem brunnu á þeirra vörum.
Myndbandið verður öllum opið á heimasíðunni blarapril.is síðar í dag.
Í tilefni Bláa dagsins á morgun föstudag eru allir nemendur og starfsmenn hvattir til að klæðast bláu og sína þannig samstöðu og stuðning við málefnið.