Listamenn án landamæra

Samsýning listamanna á Borgarbókasafninu í Reykjavík stendur  yfir  dagana 15.—26. apríl. Sýningin er á vegum List án landamæra og heitir Í-mynd. Á sýningunni eru fjölbreytt verk og áhugavert samspil myndlistar og bókverka skoðuð. Nemendur í myndlist hjá Mímí símenntun sýna þar verk sín ásamt listamönnun úr ólíkum áttum. Þar á meðal er Marta Lind Vilhjálmsdóttir nemandi í 10.DÁ og sérdeild fyrir einhverf börn í Álfhólsskóla.
Marta Lind hefur mikinn áhuga á úlfum og það eru margar fallegar myndir sem hún hefur teiknað af úlfum  og hannað og málað í mismunandi litum. Hún býr  til nöfnin og eru þeir allir með ensk samsett nöfn sem eru hennar hugarsmíði ásamt sögunum. Í sögunum lýsir hún lífsbaráttu úlfa, ættartengslum og fléttar inn ýmsum tilfinningum og vangaveltum um lífið m.a. vináttuna, ástina, svikin og dauðann.
Verkin sem hún sýnir  á sýningunni eru tengd úlfum.  Hún vann verkin í skólanum,  málaði mynd og gerði leirstyttur af úlfum í myndmennt. Teiknaði myndir og samdi sögurnar í íslenskutímum. Í vor gefur hún út sína þriðju bók og á sýningunni má sjá afrakstur þeirra vinnu.  Hér er linkur með texta og svipmyndum af sýningunni.
Posted in Fréttir.