Nemendur 7. bekkja Álfhólsskóla fengu nýjan höfund, Guðna Lindal Benediktsson, í heimsókn í morgun, 1. desember, og hlustuðu á hann lesa. Hann hlaut núna á haustdögum Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína: Ótrúleg ævintýri afa. Leitin að Blóðey. Verðlaunin hafa verið veitt síðan 1986 en stofnað var til verðlaunanna í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar sjá tengil http://www.ruv.is/frett/leitin-ad-blodey-hlytur-barnabokaverdlaun. Þess má geta að Guðni er bróðir Ævars vísindamanns sem nú stendur fyrir lestrarátaki sem við hvetjum nemendur til að taka virkan þátt í sjá tengil http://www.visindamadur.com/#!lestraratak/cypb. Nemendur áttu góða stund og nutu sögustundar vel. Álfhólsskóli þakkar Guðna Líndal fyrir komuna.