Þemadagar voru í Álfhólsskóla dagana 14. og 15. október. Yfirþemað var Heimurinn og fjölmenning, frekar víðfeðmt en þó skemmtilegt viðfangsefni. Ýmis viðfangsefni tengd löndum s.s. fánagerð, heimsálfur, lönd, dans frá Afríku, magadans, ratleikur með landafræðilegu ívafi, hönnunarhópar, tónlist, leikir úti og inni, vorrúllugerð ásamt fleiru skemmtilegu. Fréttahópur var á ferðinni og sendi frá sér tvö vídeó. Smelltu á þessa linka til að sjá afrakstur af því. Vídeó 1 og Vídeó 2. Hér eru myndir af yngra stigi og af eldra stigi.