Nemendur í 6.bekk fóru í óvissuferð í gær þriðjudag. Farið var með strætó í útvarpshúsið, en þar var vel tekið á móti hópnum. Nemendur fengu leiðsögn um húsið og hittu fjölmarga landsþekkta einstaklinga. Heimsóknin endaði á því að Gói (bróðir Ingu Rutar) úr Stundinni okkar bauð hópnum að vera viðstaddur þegar tökur fóru fram á nýrri þáttaröð. Þetta var mikil upplifun fyrir nemendur og allir höfðu gaman af. Nemendur fengu mikið lof fyrir fyrirmyndarhegðun í heimsókninni.