Miðvikudagskvöldið 14. maí voru foreldrar og starfsmenn boðaðir til stefnumótunarfundar í Álfhólsskóla. Fundurinn hófst kl. 17.00 og stóð til kl. 20.00 og var boðið upp á léttan kvöldverð. Viðfangsefni fundarins var að skoða lykilhæfniþættina í nýju námskránni, meta stöðuna og ræða sóknarfæri. Fundinn sóttu 22 foreldrar og 60 starfsmenn. Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Menntavísindasvið HÍ var fundarstjóri.
Á fundinum var áhersla lögð á að heyra hvað foreldrum fyndist um þetta og var fundinum hagað þannig að fundargestir sátu í nokkrum hringjum og voru foreldrarnir í innsta hring. Eftir stutta kynningu á lykilhæfniþáttunum fór fram umræða í þremur umferðum. Í þeirri fyrstu lýstu foreldrar skoðunum sínum á lykilhæfninni og svöruðu þessum spurningum: Hversu mikla áherslu á að leggja á þessa þætti? Eru þetta allt mikilvægir þættir? Vantar einhverja hæfni á þennan lista?
Í annarri umferð lýstu foreldrar skoðunum sínum á því hvernig Álfhólsskóli stæði sig í að þjálfa þessa hæfni? Starfsmennirnir hlustuðu og skráðu það sem fram kom.Í þriðju umferð voru myndaðir blandaðir hópar starfsmanna og foreldra sem fengu það verkefni að setja upp lista yfir helstu sóknarfæri og setja fram a.m.k. eina framkvæmanlega hugmynd þar sem lykilhæfniþættirnir væru í öndvegi.
Niðurstöður umræðunnar voru mjög athyglisverðar. Foreldrar voru mjög jákvæðir og lögðu áherslu á að aukin rækt yrði lögð við lykilhæfniþættna í skólastarfinu, einkum þá sem snertu ábyrgð, þátttöku og félagsfærni. Þá höfðu foreldrar greinilega mikinn áhuga á aukna þjálfun í fjölbreyttri tjáningu. Talsvert var rætt um möguleika á að áherslur á lykilhæfni gætu verið ólíkar eftir aldurshópum og einnig um það hvernig foreldrar gætu lagt af mörkum í samstarfi við skólann.
Úr umræðuhópum starfsmanna og foreldra komu fram margar mjög áhugaverðar hugmyndir um þau sóknarfæri sem eru til staðar og settar fram fjölmargar hugmyndir áherslur og verkefni til að vinna með lykilþættina í starfi skólans. Framundan er síðan áframhaldandi vinna við að vinna úr þeim hugmyndum og hrinda þeim í framkvæmd.
Á fundinum var áhersla lögð á að heyra hvað foreldrum fyndist um þetta og var fundinum hagað þannig að fundargestir sátu í nokkrum hringjum og voru foreldrarnir í innsta hring. Eftir stutta kynningu á lykilhæfniþáttunum fór fram umræða í þremur umferðum. Í þeirri fyrstu lýstu foreldrar skoðunum sínum á lykilhæfninni og svöruðu þessum spurningum: Hversu mikla áherslu á að leggja á þessa þætti? Eru þetta allt mikilvægir þættir? Vantar einhverja hæfni á þennan lista?
Í annarri umferð lýstu foreldrar skoðunum sínum á því hvernig Álfhólsskóli stæði sig í að þjálfa þessa hæfni? Starfsmennirnir hlustuðu og skráðu það sem fram kom.Í þriðju umferð voru myndaðir blandaðir hópar starfsmanna og foreldra sem fengu það verkefni að setja upp lista yfir helstu sóknarfæri og setja fram a.m.k. eina framkvæmanlega hugmynd þar sem lykilhæfniþættirnir væru í öndvegi.
Niðurstöður umræðunnar voru mjög athyglisverðar. Foreldrar voru mjög jákvæðir og lögðu áherslu á að aukin rækt yrði lögð við lykilhæfniþættna í skólastarfinu, einkum þá sem snertu ábyrgð, þátttöku og félagsfærni. Þá höfðu foreldrar greinilega mikinn áhuga á aukna þjálfun í fjölbreyttri tjáningu. Talsvert var rætt um möguleika á að áherslur á lykilhæfni gætu verið ólíkar eftir aldurshópum og einnig um það hvernig foreldrar gætu lagt af mörkum í samstarfi við skólann.
Úr umræðuhópum starfsmanna og foreldra komu fram margar mjög áhugaverðar hugmyndir um þau sóknarfæri sem eru til staðar og settar fram fjölmargar hugmyndir áherslur og verkefni til að vinna með lykilþættina í starfi skólans. Framundan er síðan áframhaldandi vinna við að vinna úr þeim hugmyndum og hrinda þeim í framkvæmd.
Fundurinn var mjög vel heppnaður og fór fram frjó og uppbyggileg umræða og til eftirbreytni. Námskráin leggur mikla áherslu á aukna aðkomu foreldra og hún getur ekki orðið til annars en góðs. Hér eru nokkrar myndir af þessum frábæra fundi.