
Nemendur og starfsfólk skólans tóku virkan þátt í Öskudagsgleðinni. Í Digranesi slógu yngri nemendur köttinn úr tunnunni, miðstigið fjölmennti í íþróttahúsið þar sem Kasper, Jesper og Jónatan héldu uppi fjörinu í leikjum og þrautum. Unglingastigið var í Hjalla með furðuleika þar sem nemendur öttu kappi í Limbó, teygjubyssuskotfimi ásamt ýmiskonar áti og keppni. Myndirnar sýna að það hefur nú ekki verið leiðinlegt en vissulega góð tilbreyting í skólanum þennan ágæta dag. Hér eru
myndir úr Digranesi og
aðrar úr Hjalla.