
Enn flýtur myrkrið um rótlausa farvegi loftsins |
Úti glitrar krapið |
Mánaljósið glampar |
Undir stjörnudýrð heimsins standa staurarnir |
Einir. |
Hér er mynd af verðlaunahöfum keppninnar.
Diellza er lengst til vinstri og Lena Margrét önnur frá hægri.
Annað ljóð nemanda skólans hlaut einnig viðurkenningu. Í því er slegið á glettna strengi og kveikjan að ljóðinu er kannski sú raun að komast ekki í sturtu á réttum tíma. Kvæðið nefnist Morgunninn. Höfundur er Lena Margrét Jónsdóttir.
Sorrí, ég er með ritstíflu,
ég svaf svo lítið í nótt.
Vindurinn blés svo mikið
og mér var ekki rótt!
Þegar ég vaknaði í morgun
var allt svo hræðilegt.
Pabbi var í sturtu á mínum tíma.
Það var skelfilegt!
Þegar ég kom í skólann
átti ég að semja ljóð.
Um hvað á það að vera,
menntun, veður eða flóð?