Í gær fengu nemendur í 5. og 6. bekk Álfhólsskóla rithöfund í heimsókn. Þetta var hann Hilmar Örn Óskarsson en hann er höfundur bókanna um hana Kamillu vindmyllu. Hann las úr nýrri bókinni sem heitir Kamilla vindmylla og leiðinni úr Esjunni. Nemendur nutu stundarinnar vel og var hlustað af einbeitingu. En á morgun munu þær Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir koma og lesa fyrir nemendur í 7. og 8. bekk en sá upplestur verður úr bókaflokknum Rökkurhæðir. Á fimmtudag munu síðan þær koma aftur og lesa fyrir 9. og 10. bekk en það verður úr bókinni Afbrigði sem er eftir Veronicu Roth. Allar þessar bækur koma nýjar núna fyrir jólin og eru gefnar út af Bókabeitunni og vonum við að það leggist vel í skólasamfélagið að hlusta á upplestur úr nýjum bókum svona í upphafi aðventu.