Töframaður í Álfhólsskóla

Sjónhverfingar, logandi seðlaveski, spilagaldrar, fljúgandi borð og fleira sáu nemendur í Álfhólsskóla þegar Einar Mikael töframaður kom í skólann.  Einbeittur töframaður sem kann ýmislegt fyrir sér í faginu. Nemendur horfðu með andagt á töframanninn gera listir sínar enda ekki á allra færi að gera þessar listir.  Allir sem sóttu þessar sýningar fóru reynslunni ríkari og gleðinni heim.  Flottur töframaður þar á ferð og þökkum við honum kærlega fyrir komuna.  Hér eru myndir úr heimsókninni.
Posted in Fréttir.