Ný stjórn kjörin á aðalfundi

Á nýafstöðunum aðalfundi foreldrafélags Álfhólsskóla (FFÁ) var kjörin ný stjórn skólaárið 2013-2014:

Guðni R Björnsson, formaður og fulltrúi FFÁ í Samkóp
Hörður Sigurðsson, varaformaður  (tengiliður miðstigs)
Berglind Svavarsdóttir, ritari  (tengiliður elsta stigs)
Karl Einarsson, gjaldkeri   (tengiliður miðstigs)
Hólmfríður Einarsdóttir, meðstjórnandi, fulltrúi FFÁ í Skólaráði  (tengiliður elsta stigs)
Sigurður Grétarsson, meðstjórnandi (tengiliður yngsta stigs)
Lárus Axel Sigurjónsson, meðstjórnandi (tengiliður yngsta stigs)
Varamenn:
Íris Leósdóttir
Brynhildur Grímsdóttir
Anna María Bjarnadóttir

Ágæt mæting var á aðalfundinn að þessu sinni og mikill áhugi á málefnum foreldrafélagsins. Fundarstjóri að þessu sinni var Karl Einarsson og ritari Erna Arnardóttir. Samþykktir voru samhljóða reikningar ársins og ákveðið að árgjald félagsins yrði óbreytt, kr. 1.750 fyrir hvert heimili. Í lok fundar var svo dreginn út vinningshafi í happdrætti fundarins; gisting fyrir tvo á sveitahóteli með kvöldverði og morgunmat.

Posted in Fréttir.