Mánudaginn 18. mars sýndu leiklistar- og tónlistarhóparnir leikþátt sinn Njálsbrennu en verkið var byggt á miðhluta Njálssögu. Leikararnir brugðu sér auðveldlega í hlutverk Njáls og Bergþóru, Skarphéðins, Kára, Helgu, Hildigunnar, Höskuldar, Flosa, Marðar Valgarðssonar og fleiri þegar þau túlkuðu aðdragandann að brennunni frægu og brennuna sjálfa. Tónmenntahópurinn flutti forspil og leikhljóð að ógleymdu lagi Helga Helgasonar við ljóð Hannesar Hafstein um Skarphéðinn í brennunni: Buldi við brestur og brotnaði þekja! Textílhópur hafði hjálpað til við búningana og myndmenntahópurinn lagði hönd á plóg við leikmyndina. Smíðahópurinn er í óða önn að smíða landnámsspil og heimilisfræðin bauð foreldrum upp á lummur að vanda. Hér má sjá myndir úr sýningunni.