Næsta mánudag, þann 18. mars, bjóðum við ykkur í heimsókn. Nemendur í leiklistar- og tónlistarsmiðjum sýna leikritið „Njálsbrenna“ sem byggt er á miðhluta Njálssögu. Þetta er fimmta sýning okkar í vetur. Hún hefst í salnum klukkan 8:40. Þið eruð velkomin strax klukkan 8:10 því það verður opið hús í list- og verkgreinastofunum þar sem hægt er að fylgjast með vinnu barnanna. Aðstandendum verður boðið upp á lummur í heimilisfræði eftir sýninguna. Nemendur verða áfram með sínum list- og verkgreinakennurum.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur,
List – og verkgreinakennarar.