Mánudaginn 26. nóvember kepptu nemendur á miðstigi Álfhólsskóla til úrslita í spurningakeppninni Lesum meira. Það voru nemendur 7. RH og 5. SEÓ sem kepptu til úrslita. Eftir jafna og spennandi keppni voru það nemendur 5. SEÓ sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Er það von okkar að keppnin hafi stuðlað að auknum lestri og einnig áhuga allra að lesa því lestur er bestur. Hér eru nokkrar myndir af úrslitunum.
Kveðja
Siggerður Ólöf Sigurðardóttir forstöðumaður skólasafns Álfhólsskóla (Hjalla) og kennarar á miðstigi.