http://www.emma.is

Bókagjöf til grunnskólanema frá Emmu.is og Þorgrími Þráinssyni.

http://www.emma.isÁgætu nemendur og foreldrar Álfhólsskóla.

Við vekjum athygli ykkar á bókagjöf til grunnskólanema frá Emmu.is og Þorgrími Þráinssyni.

 

Rafbókagjöf til grunnskólanema
Í október fengu grunnskólanemar í gjöf átta bækur á rafbókaformi eftir Þorgrím Þráinsson sem þeim er frjálst að sækja á rafbókaveitunni Emma.is og lesa eins og þá listir. Bækurnar átta höfða til breiðs hóps lesenda allt frá 1. til 10.bekkjar.  Á bak við bókagjöfina standa Þorgrímur Þráinsson og aðstandendur rafbókaveitunnar emma.is sem vilja með þessu hvetja krakka og unglinga til aukins yndislesturs.  Nýlegar kannanir sýna að krakkar og ungt fólk lesa sjaldnar en áður. Margt annað en meira freistandi en að taka sér bók í hönd er og sú staðreynd var upphaf þessa samstarfs; Þorgríms og Emmu.  Lestur á rafrænu formi er góður og gildur og opnar jafnmargar dyr og lestur hefðbundinnar bókar“.   Bækurnar er hægt að sækja á emma.is frítt skólaárið 2012-2013. Þar er einnig að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að lesa rafbækur í ýmsu tækjum.

Skólayfirvöld, foreldrar og síðast en ekki síst krakkar eru hvattir til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri  og hlaða bókunum niður og lesa þær aftur og aftur.

Við í Álfhólsskóla þökkum þeim, Óskari Þór Þráinssyni fulltrúa Emmu og Þorgrími Þráinssyni fyrir  þessa flottu gjöf og hvetjum ykkur til að kynna ykkur hvaða bækur eru í boði á emma.is og  við hvetjum ykkur ekki siður að vera dugleg að nýta gjöfina.  Einnig hvetjum við ykkur til að taka þátt í samkeppni um hönnun á rafkápukeppni á þær bækur sem þarna eru í boði.   Góða skemmtun.

Rafkápukeppni  Emmu
Bækurnar átta eru bækur sem Þorgrímur hefur skrifað og gefið út á síðastliðnum 20 árum. Kápur bókanna eru þær sömu og þegar þær voru gefnar út á prenti. Flestar þeirra mættu fá andlitslyftingu.

Emmu og Þorgrími datt því í hug að setja af stað rafkápukeppni til þess að gefa bókunum nýtt andlit fyrir nýja kynslóð. Við viljum því skora á skapandi skólakrakka að setjast niður og hanna nýjar kápur á eina eða fleiri bækur. Bækurnar sex sem þurfa nýja kápu eru: Bak við bláu augun, Undir 4 augu, Sex augnablik, Svalasta 7an, Með fiðring í tánum og Spor í myrkri.
Sendu inn tillögu fyrir 1.des og þín kápuhönnun gæti orðið nýja andlit rafbókarinnar næstu árin!

Kynntu þér málið á emma.is/rafkapur

Posted in Eldri fréttir.