Mánudaginn 1. október var leikrit sýnt á sal í Hjalla. Nemendur 5. bekkja í leiklistar- og tónlistarsmiðjum sýndu leikrit sem byggt er á Grettissögu, en þetta var fyrsta sýningin af sex í vetur. Landnámið er samvinnuverkefni list- og verkgreina fimmtu bekkja. Leiksýningin var mjög skemmtileg og var augljóst að þarna eru á ferð margir efnilegir leikarar sem lifðu sig vel inn í atburðarrásina. Tónlistarhópurinn lagði til leikhljóð og flutti nokkur lög með góðum undirleik t.d. þverflautu, trommum, sílófón ásamt fleiru. Nemendur úr öðrum smiðjum sýndu verk sín. Það var ekki að sjá annað en gestir skemmtu sér vel. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á sýningu krakkanna.