drengjakor

Skólakór Álfhólsskóla

drengjakorSkólakór Álfhólsskóla hefur syngjandi sveiflu frá og með mánudeginum 3. september.  Kórstjórnandi er Þórdís Sævarsdóttir, tónmenntakennari og kórstjóri. Skólakór Álfhólsskóla æfir í 4 hópum;  Stjörnukór, Álfakór, Krakkakór og stóra Kór.    Þar eru sungin lög úr ýmsum þemum, frá ýmsum löndum, í ýmsum stílum og sem henta ýmsum athöfnum.  Kórsöngvarar koma fram  á tónleikum, ýmsum hátíðis- og tyllidögum skólans, minni skemmtistundum og fyrir gesti skólans, taka þátt í messuhaldi, uppfærslum, kóramótum, tónlistarviðburðum og hinum ýmsu tilfallandi verkefnum eins og upptökum og fleiru slíku.

Kórstarfið er nemendum endurgjaldslaust og allar skráningar fara fram með tölvupósti á thordis2@kopavogur.is

Posted in Fréttir.