tonlistforsk

Forskólahópar tónlistarnáms í Álfhólsskóla

tonlistforskÁlfhólsskóli er í samstarfi við Tónlistarskóla Kópavogs með forskólahópa 1 og 2, en forskólinn/flautuhópar eru fyrstu skrefin í tónlistarnámi og undirbúningur fyrir að sækja um á sitt eigið hljóðfæri síðar hvort sem er í skólahljómsveit Kópavogs eða Tónlistarskólann í Kópavogi.

Í forskólahópum er blokkflautan notuð sem aðalhljóðfæri til að læra fyrstu nóturnar og nótnagildin, en auk þess er farið í grunn tónfræði, tónheyrnar og auðvitað samspil, þar sem notuð eru hin ýmsu slagverkshljóðfæri og fleiri hljóðfæri eftir aldri og árangri.
Þórdís Sævarsdóttir, tónmenntakennari, kennir forskólann á vegum TK, og tímarnir fara fram í Álfhólsskóla,  nemendum og foreldrum til þæginda, þá verður skóladagur heildstæðari og aðgengi nemenda í forskólann mun betra.
Allir sem hafa áhuga að skrá sig í forskólahópana/ flautuhópa nálgast umsóknareyðublað á meðfylgjandi link http://tonlistarskoli.is/umsokn.htm
og smella þar á umsóknareyðublað (word skjal) til að opna.
Vista svo umsóknarskjalið inn á sinni eigin tölvu, og að því loknu má fylla það út og vista upplýsingar.
Því næst er skjalið sent sem viðhengi á tonlistarskoli@tonlistarskoli.is 

Forskólastarfið byrjar svo 12. september 2012.
Hver hópur kemur fram á jólatónleikum og vortónleikum í Salnum – tónlistarhúsi Kópavogs.  Einnig hafa krakkarnir leikið listir sínar fyrir bekkjar- og skólafélaga við sérstök tækifæri, flutt frumsamda tónlist og spilað samspils- og „hljómsveitar“ ( með skólahljóðfærum) verkefni fyrir félaga sína í samsöngsstundum og fleirum skemmtistundum skólans.  

 

Posted in Fréttir.