Foreldrafélag Álfhólsskóla hlaut þann heiður að vera eitt af 28 verkefnum sem var tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis og skóla. Þessi tilnefning er viðurkenning á því að vel hafi tekist til við að koma á fót nýju foreldrafélagi í sameinuðum skóla og er mikil hvatning fyrir þá sem starfa fyrir félagið.
Verðlaunaafhendingin fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Á heimasíðu Heimilis og skóla má sjá fréttir og myndir frá þessum viðburði og hverjir hlutu verðlaunin.
Foreldrafélagið fékk viðurkenningarskjal fyrir að vera tilnefnt til verðlaunanna.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla
Posted in Eldri fréttir.