vilhjalmurhljodfaeri

Tónlistarfólk í tónmenntatíma 3. bekkjar.

vilhjalmurhljodfaeriNemendur í 3. bekk fengu skemmtilega heimsókn í tónmenntatíma á fimmtudag.  Nemandinn Vilhjálmur í tónmenntahópi kom með smá hljóðfærakynningu ásamt foreldrum sínum.  Vilhjálmur og pabbi hans, Guðmundur, kynntu fyrir okkur hljóðfærið Básúnu, sem Vilhjálmur æfir á.  Básúnan er málmblásturshljóðfæri með sleða og fengu nemendur að sjá og heyra hvernig tónarnir breytast eftir því hve fast er blásið, ásamt fleiru skemmtilegu. Þar fluttu feðgar nokkur lög fyrir viðstadda, þar á meðal sívinsæla ballöðu rokk-kóngsins Elvis, Love me tender, og krakkarnir sungu með.

Þarna er mikil tónlistarfjölskylda á ferð, því móðir Villa, Helga,  var einmitt  á leið í flautukennslu með fulla tösku af ýmsum gerðum af flautum, sem nemendur fengu aðeins að kíkja á og heyra í lokin. Hér eru nokkrar myndir úr heimsókninni.

Við þökkum kærlega fyrir þessa frábæru heimsókn.  Þórdís tónmenntakennari. 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=109615

Posted in Fréttir.