Jólaleikrit í landnámstíl var sýnt í gær hjá 5. bekk. Sýningin var mjög fjörug og kenndi þar margra grasa. Til að mynda komu ísbjörn og loftsteinn inn í atburðarásina. Eins og fyrr stóðu leikarar og hljóðfæraleikarar sig frábærlega. Leikhópurinn samdi handritið og leikhljóðin komu úr tónmenntahópi. Lummubakstur heimilisfræðinnar stóð einnig fyrir sínu en foreldrum var boðið í veislu eftir sýninguna. Nemendur úr textil sáu um búninga og smíðahópur sýndu sín verk. Leikmyndin var unnin í myndmennt. Hér eru myndir úr þessari frábæru sýningu.