syning5b

Sýningar nemenda úr 5. bekkjum Álfhólsskóla

syning5bNemendur á miðstigi skólans vinna þverfaglega að upplýsinga- og tæknimennt, einkum í tengslum við íslensku og samfélagsgreinar.  Nú hafa nemendur 5. bekkja lokið sinni vinnu þennan veturinn og tóku þau fyrir fjöllin.  Þau unnu einkum að glærugerð og léttum upplýsingaleitum.  Nemendur luku sinni vinnu með sýningu sem foreldrum var boðið að sjá á skólatíma.

 

Ekki áttu allir foreldrar þess kost að koma og sjá vinnu sinna barna og býðst þeim hér tækifæri að sjá glærurnar.  Þar sem kynningar nemenda voru ekki teknar upp verða glærurnar því miður að duga en nemendur kynntu vinnu sína að stakri prýði og kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir samvinnuna þennan veturinn.

 

Helgi Þórhallsson og Siggerður Ólöf Sigurðardóttir í Þekkingarsmiðju Álfhólsskóla.

Posted in Fréttir.