lesummeiraurslit

Úrslit í spurningakeppninni Lesum meira í Álfhólsskóla

lesummeiraurslitÞann 30. nóvember lauk spurningakeppninni Lesum meira en hún var á milli nemenda á miðstigi Álfhólsskóla. Á miðstigi eru tíu bekkjardeildir í 5. – 7. bekk. Lokaúrslit stóðu á milli tveggja 6. bekkjarliða sem voru mjög jöfn og þurfti bráðabana til að skera úr um hvort liðið bæri sigur úr bítum.

Fulltrúar keppnisliðanna voru: Ásgerður Magnúsdóttir, María Björg Fjölnisdóttir og María Kristín Jóhannesdóttir fyrir hönd 6. RH en þær kepptu við fulltrúa 6. EÓ: Kolbein Þórðarson, Steinunni Björgu Böðvarsdóttur og Þórhildi Magnúsdóttur, sem unnu keppnina. Hér eru efnilegir krakkar á ferð sem stóðu sig með mikilli prýði.Keppnin er ættuð frá Grunnskóla Grindavíkur en höfundurinn er Fanney Pétursdóttur sem vinnur á skólasafni grunnskólans. Hún hefur unnið að spurningakeppninni í nokkur ár með sínum nemendum. Í haust var ákveðið að taka upp samstarf milli Álfhólsskóla og Grunnskóla Grindavíkur og fengum við að nýta þeirra hugmyndavinnu og laga að þörfum skólans. Spurningakeppnin er eitt af þeim verkefnum sem koma inn í læsisvinnu á miðstigi Álfhólsskóla.
Báðum keppnisliðum voru veittar viðurkenningar í boði Forlagsins. Bókin Örlög guðanna eftir Ingunni Ásdísardóttur og Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur en bókin hefur að geyma sögur úr norrænni goðafræði. Einnig hlaut sigurliðið farandbikar sem mun verða í vörslu bekkjarins fram að næstu keppni sem mun hefjast næsta haust. Skólinn býður svo öllum nemendum á miðstigi til flatbökuveislu en bökurnar eru bakaðar í nemendaeldhúsi og frambornar af kennurum og nemendum.
Stjórnendur þakka öllum þeim sem að þessu verkefni komu: Nemendum og kennurum á miðstigi og einnig þeim sem unnu að skipulagningu og framkvæmd keppninnar í Álhólsskóla.

Sigrún Bjarnadóttir

Posted in Eldri fréttir.