Að dönskum hætti verður haldið JULEFROKOST í Álfhólskóla. Þetta er liður í dönskunámi hjá 10. bekkingum. Undirbúningur fyrir kvöldin hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og hafa krakkarnir lagt mikið á sig. Umsjón með frokost kvöldunum hefur verið í höndum Sóleyjar Halldórsdóttur ásamt aðstoðarfólki sínu. Nemendur bjóða foreldrum sínum og aðstandendum í veislu sem haldin er hér í salnum í kvöld og annað kvöld. Í kvöld eru það nemendur úr 10.SH og 10.SB sem bjóða til veislu og annað kvöld eru það nemendur úr 10.HP og 10. BÁS og hefjast bæði kvöldin klukkan 18:30.