Þá er ljóst hvaða lið munu keppa til úrslita í spurningakeppni miðstigs þann 30. nóv. kl. 17:00 í sal skólans. Lokaúrslit munu standa á milli 6. RH og 6.EÓ. Rauðaliðið, er lið úr bekknum Ragnheiðar Hálfdánardóttur en í því liði eru:
María Björg Fjölnisdóttir, Ásgerður Magnúsdóttir, María Kristín Jóhannesdóttir, Stefanía Arna Víkingsdóttir og Ágústa Mikaelsdóttir. Fjólubláa liðið eru liðsmenn úr bekk Eiríks Ólafssonar, sem eru eftirfarandi: Þórhildur Magnúsdóttir, Steinunn Björg Böðvarsdóttir,Kolbeinn Þórðarson, Viktor Freyr Ómarsson, og Hulda Bryndís Jónsdóttir. . Við þökkum öllum nemendum miðstigs fyrir drengilega og spennandi keppni. Sömuleiðis öllum þeim sem komu að þessu verkefni með okkur og veittan stuðning. Við viljum vekja athygli á því að við tökum aftur upp þráðinn næsta haust með nýrri keppni. Þá hefjum við keppni að nýju og verður sá bókalisti birtur í vor áður en við förum í sumarfrí.
Siggerður Ólöf Sigurðardóttir
Forstöðumaður skólasafns Álfhólsskóla (Hjalla) ásamt kennurum miðstigs.