Að vanda héldu 5. bekkirnir landnámshátíð í skólanum. Nemendur leiklistarhóps og tónlistarhóps hófu sína raust með leiksýningu og tónlistarflutningi. Aðrir hópar sýndu verk sín sem voru landnámsspil, rúnastafir úr leir, búningar o.fl. Heimilisfræðihópur bauð uppá lummur sem þóttu með afbrigðum góðar. Foreldrum nemenda var að sjálfsögðu boðið í skólann. Leikritið var spunaverk sem krakkarnir höfðu samið sjálf og fjallaði um atburði úr landnáminu. Hér eru myndir úr sýningunni og skín gleði úr hverju andliti.