Kleinur eru frábært kaffibrauð. Nemendur í heimilisfræðivali voru í dag að læra gera kleinur. Aldís Guðmundsdóttir kennari kenndi þeim trixin í bakstrinum. Að sjálfsögðu þarf að passa ýmislegt eins og t.d. að hnoða, fletja út deigið, skera deigið með kleinujárni, snúa, steikja deigið í olíunni og síðan smakka á herlegheitunum. Frammistaða nemendanna var mjög góð og kleinurnar frábærar. Hér eru myndir úr tímanum.