tonlist_fyrir_alla

Tónlist fyrir alla á yngra stigi

tonlist_fyrir_allaÍ dag voru á yngra stigi tónleikar á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Það var dúettinn Funi sem sá um tónlistarflutninginn. Dúettinn skipa þau Bára Grímsdóttir og Chris Foster. Þau léku íslenska og enska þjóðlagatónlist og sýndu nemendum gömul hljóðfæri. Nemendur hlustuðu af athygli og tóku undir með söng þegar við átti. Sérstaklega þótti þeim gaman að laginu um hvað gert er með síldina. Nokkrar myndir voru teknar af þessu tilefni og má sjá þær hér.

Posted in Eldri fréttir.