Töfraflauta Mozarts

Töfraflauta Mozarts með Sinfóníunni

Töfraflauta MozartsTónlist fyrir alla. 
Föstudaginn 22. okt. fórum við með alla nemendur á miðstigi (5. – 7. b) í Háskólabíó á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands  og hlýddum á óperuna Töfraflautuna eftir Mozart í styttri útgáfu. Sögumaður var hin frábæra Halldóra Geirharðsdóttir.  Sveinn Dúi Hjörleifson söng hlutverk Tamino prins, Herdís Anna Jónasdóttir söng hlutverk Paminu ásamt þeim Jóni Svavari Jósefssyni, Tinnu Árnadóttir og Hrund Ósk Árnadóttur sem sungu önnur hlutverk.  Um  hljómsveitarstjórn sá Bernharður Wilkinson. Sýningin var öll sú skemmtilegasta.  Krakkarnir stóðu sig mjög vel og fengu hrós fyrir prúðleika og góða framkomu á tónleikunum. Hér eru myndir frá þessum viðburði.

Posted in Eldri fréttir.