Í lok þemavinnunnar á þriðjudaginn fóru nemendur 10. bekkjar í rútu upp í Keiluhöllina í Öskjuhlíð, spiluðu keilu og fengu pizzu. Þau skoðuðu einnig nánasta umhverfi keiluhallarinnar en síðan var haldið í rútu í Mjóddina þar sem farið var í bíó og horft á myndina Alexander and the terrible, horrible, no good, very bad day.
Allir skemmtu sér vel og voru til fyrirmyndar í alla staði. Flottur hópur. Ferðin var í boði foreldra og skipulögð af bekkjarfulltrúum.
Allir skemmtu sér vel og voru til fyrirmyndar í alla staði. Flottur hópur. Ferðin var í boði foreldra og skipulögð af bekkjarfulltrúum.
