Vegna verkfalls Eflingar og COVID-19

Upplýsingar vegna verkfalla og COVID-19

Ef verkfall starfsmanna í Eflingu er enn í gildi þriðjudaginn 10. mars:

  • Nemendur verða að koma með nesti að heiman vegna morgunhressingar, hádegismatar og Frístundar.
  • Vegna smithættu þurfa börn að taka með sér öll áhöld að heiman. Mjög gott ef nemendur geta verið með sinn brúsa undir vatn og mikilvægt að merkja hann.
  • Nesti verður borðað í kennslustofum/matsal eftir aðstæðum.
  • Matarafgangar og umbúðir verða að fara heim með nemendum.
  • Stuðningsfulltrúar, kennarar og skólastjóri sinna gæslu í útifrímínútum.
  • Meta þarf stöðuna í þeim stofum sem Frístund notar og það gæti komið til lokunar með skömmum fyrirvara.
  • Haft verður samband við Heilbrigðiseftirlitið til að fá úttekt á skólahúsnæðinu ef verkfall dregst.

Vegna COVID-19

  • Þjónustusími landlæknis er 1700.
  • Mikilvægt er að foreldrar barna með undirliggjandi sjúkdóma fái ráðleggingar um skólasókn í þjónustusíma landlæknis.
  • Fjölskyldur sem eru að koma úr fríi erlendis frá verða að fylgja öllum fyrirmælum landlæknisembættisins.
  • Verið er að skoða möguleika á fjarkennslu fyrir þá nemendur sem lenda í sóttkví eða einangrun.
  • Alla afgreiðslu á mat þarf að endurskipuleggja með tilliti til smithættu. Það verður gert eftir að verkfall leysist.
Posted in Fréttir.