Fræðslufundur um lestur

 

Lestrarnám barna þarf að vera samstarfsverkefni heimilis og skóla og mikilvægt að rækta það samstarf vel. Foreldrum barna á yngsta stigi Álfhólsskóla er boðið á fræðslufund um lestur í sal skólans Hjallameginn 5.nóvember næstkomandi kl. 17:00-18:30.

Á fundinum verður farið yfir hlutverk foreldra í lestrarþjálfun barna sinna auk þess sem fjallað verður um það hvernig lestur er prófaður, þau viðmið sem eru notuð, stíganda í lestrarfærni og hvernig hægt er að efla færni með mismunandi þjálfun.

Skráning fer fram hér.

Posted in Fréttir.