Risastórar smásögur

Menntamálastofnun, KrakkaRÚV og Sögur – samtök um barnamenningu standa að verkefninu Sögur. Einn liður í verkefninu er að hvetja börn  til lesturs og skapandi skrifa. Smásagnasamkeppni fór fram á vef KrakkaRÚV og voru 21 saga, eftir 6-12 ára börn, valdar til útgáfu í bókinni Risastórar smásögur.

Markmið samstarfsins er að hvetja krakka til aukins lesturs og skapandi skrifa og um leið vekja fullorðna til vitundar um mikilvægi læsisuppeldis.

Við í Álfhólsskóla erum stolt að segja frá því að nemendur í 6.bekk í Álfhólsskóla eiga tvær sögur í rafbókinni. Æfingabúðir eftir Lilju Rut Halldórsdóttur og Bolti andanna eftir Ingimar Örn Hammer Haraldsson.

Sögurnar þeirra Ingimars og Lilju hefjast á bls. 6 og 62.

Posted in Fréttir.