Frétt frá Íslandsmótinu í skák

Íslandsmót grunnskólasveita í skák – stúlknaflokki, fyrir skólaárið 2016-2017, fór fram í Rimaskóla laugardaginn 16. september. Teflt var í þremur flokkum, flokki 1.-2. bekkjar, flokki 3.-5. bekkjar og flokki 6.-10. bekkjar.

Í flokki 3.-5. bekkjar tóku sex sveitir þátt. Teflt var allir við alla með 7 mínútna umhugsunartíma á skák. Gríðarlega mikil spenna var í flokknum og réðust úrslitin í lokaskákunum. Skáksveit Háteigsskóla sigraði með 16,5 vinninga en skammt á hæla þeirra voru Salaskóli með 15,5 vinninga og Grunnskóli Grindavíkur með 15 vinninga.

Við tókum þátt í 2 yngstu flokkunum. Á síðustu stundu komu forföll og okkar stelpur í miðflokki voru bara 3það stoppaði þær ekkert og náðu þær að vinna 1. umferð 3-1.

Í liðinu voru:
1. Aleksandra Todorova Ivanova
2. Lotta Steinþórsdóttir 
3. Friðbjörg L. Friðbjarnardóttir 

Lokastaðan

1. Háteigsskóli 16,5 v.
2. Salaskóli 15,5 v.
3. Grunnskóli Grindavíkur 15 v.

5. Álfhólsskóli 5 v.

Í yngsta flokknum, flokki 1.-2. bekkjar voru þrjár sveitir skráðar til leiks. Tefld var tvöföld umferð með 5 mínútna umhugsunartíma á skák. Skáksveit Álfhólsskóla í Kópavogi sýndi mátt sinn og sigraði af miklu öryggi með 15 vinninga af 16 mögulegum.
Í liðinu voru:
1. Sól Lilja Sigurðardóttir 
2. Tinna Alexía Harðardóttir 
3. Arna Kristín Arnarsdóttir
4. Júlía Húnadóttir

Lokastaðan
1. Álfhólsskóli 15 v.
2. Salaskóli 8 v.
3. Háteigsskóli 1 v.

Posted in Fréttir.