Vordagar 6. bekkja

Á vordögum tókust 6. bekkir ferð á hendur og héldu í  Reykholt og heimsóttu slóðir stórskáldsins og höfðingjans Snorra Sturlusonar.  Nemendur fengu fróðlegan fyrirlestur hjá Séra Geir Waage í Snorrastofu og kirkjunni um líf fólks á miðöldum.  Veðrið var frekar rysjótt  því finna mátti fyrir snjóflygsum í rokinu.  Ferðinni lauk með sundspretti í lauginni í Borgarnesi.
Daginn eftir var haldið hjólandi í Nauthólsvík þar sem veðrið lék við mannskapinn. Sólin skein og hitinn var öllu meiri heldur en deginum áður í Reykholti.  Hér eru myndir af þessum skemmtilegu dögum.
Posted in Fréttir.