Krakkakór Álfhólsskóla á afmælishátíð Kópavogs.


Krakkakór Álfhólsskóla (kór 3. og 4. bekkjar) skemmti sér og öðrum vel á frábærri afmælishátíð Kópavogs í tilefni 60 ára afmælis bæjarins í Kórnum sunnudaginn 10. maí. Dagskráin var stútfull af frábærum listamönnum og þar voru saman komnir barnakórar flestra skóla í Kópavogi undir stjórn tónmenntakennara og kórstjóra skólanna.  Þórunn Björnsdóttir tók að sér sameiginlega stjórn á staðnum og var mikið fjör.

Margir höfðu á orði að þessir flottu kórsöngvarar Kópavogs hefðu verið hápunktur tónleikanna.

Hér að ofan er mynd af Krakkakór Álfhólsskóla með kórstjórum úr Kópavogi við undirbúning og myndatöku fyrir afmælishátíðina J

Posted in Fréttir.