 Skólakór Álfhólsskóla hefur syngjandi sveiflu frá og með mánudeginum 3. september.  Kórstjórnandi er Þórdís Sævarsdóttir, tónmenntakennari og kórstjóri. Skólakór Álfhólsskóla æfir í 4 hópum;  Stjörnukór, Álfakór, Krakkakór og stóra Kór.    Þar eru sungin lög úr ýmsum þemum, frá ýmsum löndum, í ýmsum stílum og sem henta ýmsum athöfnum.  Kórsöngvarar koma fram  á tónleikum, ýmsum hátíðis- og tyllidögum skólans, minni skemmtistundum og fyrir gesti skólans, taka þátt í messuhaldi, uppfærslum, kóramótum, tónlistarviðburðum og hinum ýmsu tilfallandi verkefnum eins og upptökum og fleiru slíku.
Skólakór Álfhólsskóla hefur syngjandi sveiflu frá og með mánudeginum 3. september.  Kórstjórnandi er Þórdís Sævarsdóttir, tónmenntakennari og kórstjóri. Skólakór Álfhólsskóla æfir í 4 hópum;  Stjörnukór, Álfakór, Krakkakór og stóra Kór.    Þar eru sungin lög úr ýmsum þemum, frá ýmsum löndum, í ýmsum stílum og sem henta ýmsum athöfnum.  Kórsöngvarar koma fram  á tónleikum, ýmsum hátíðis- og tyllidögum skólans, minni skemmtistundum og fyrir gesti skólans, taka þátt í messuhaldi, uppfærslum, kóramótum, tónlistarviðburðum og hinum ýmsu tilfallandi verkefnum eins og upptökum og fleiru slíku.
Kórstarfið er nemendum endurgjaldslaust og allar skráningar fara fram með tölvupósti á thordis2@kopavogur.is
 
			