Lesum meira

Það eru margar leiðir til að njóta sumarsins.

Ein leiðin er að sækja námskeiðið sumarlestur á Bókasafni Kópavogs en það stendur í júní, júlí og ágúst.

Öll 6-12 ára börn geta tekið þátt í því. Skráning fer fram í Bókasafninu í Hamraborg og Lindasafni í Núpalind. Sumarlesturinn er hugsaður til þess að börn og unglingar viðhaldi þeirri lestrarleikni sem þau tileinka  sér í skólanum að vetrinum. Börn geta fengið sitt eigið skírteini og það er ókeypis fyrir alla að 18 ára aldri.

Einnig bendum við á að það er fínt að nota sumarið og undirbúa sig fyrir spurningakeppnina „Lesum meira“ en hún hefst aftur næsta haust.  Það verður spennandi hver sigrar þá keppni næsta haust, verður það sjöundi bekkur, sjötti bekkur, eða koma fimmtubekkingar sterkir inn?

Það verður breyting á valbókalistanum en hann má sjá hér. Góða skemmtun og nýtið nú tímann vel.  Næsta haust munu sex skólar í Kópavogi keppa í „Lesum meira“ og því vissara að nýta sumarlesturinn á Bókasafni Kópavogs og undirbúa sig vel og byrja snemma. 
Hér má lesa um Spurningakeppni miðstigs og sjá bókalista 2012 – 2013.

 

Með kveðju

Siggerður Ólöf og Freydís

á skólasöfnum Álfhólsskóla

Posted in Lesum meira.