tonlistarmidlun_001

Skapandi tónlistarmiðlun

Þriðjudaginn 13. desember verða nemendur 7. JÞS og 7. BH í stórskemmtilegu tónlistarverkefni undir fyrirsögninni „Skapandi Tónlistarmiðlun“. Stjórnandi verkefnisins er tónlistarkennarinn Sigrún Griffiths sem starfar sem kennari og deildarstjóri  „Masters in Leadership við Guildhall School of Music and Drama“.  Sigrún er stödd hér á landi og heldur námskeið fyrir nemendur í Listaháskóla Íslands.  Hluti af  námskeiðinu er að vinna með nemendum í grunnskóla. Við í Álfhólsskóla erum að sjálfsögðu mjög heppin og glöð að fá þetta skemmtilega tækifæri og nemendur fá þarna einstakt tækifæri til að taka þátt.
Unnið verður með nemendum á venjulegum skólatíma lýkur vinnu dagsins með tónleikum klukkan 14:00 eftir hádegi í sal skólans – Hjallamegin.Hljóðfæranemendur eru beðnir að taka hljóðfærin sín með sér. Við bjóðum ykkur hér með að koma og sjá og heyra þennan frábæra atburð og reynslan hefur sýnt að það ærið tilefni til að muna eftir myndavélum og vídéó-upptökum.

Hlökkum til að sjá ykkur.

f.h. Álfhólsskóla
Guðrún og Þórdís tónmenntakennarar.

Posted in Fréttir.