itrott

Frá íþróttakennurum Álfhólsskóla

itrottEins og undanfarin ár hefst íþróttakennslan á fundi fyrsta tímann í vetur þar sem farið er yfir reglur, umgengni, samskipti, framkomu og verkefni vetrarins. Fyrstu fjórar vikur skólaársins verður kennt utanhúss. Nemendur mæti klæddir eftir veðri og vel skóaðir. Búningsklefar og sturtur eru til ráðstöfunar fyrir nemendur.
Sund hefst samkvæmt stundaskrá þriðjud. 23. ágúst kl. 11:10 þar sem fyrstu fjórir tímar dagsins verða með umsjónarkennurum.
Nemendur í 10. bekk eru í sundi fram að jólum og þurfa því að huga vel að mætingu. Eftir áramót taka 9. bekkingar við fram til vors. Þeir 10. bekkingar sem ekki hafa lokið sundi fyrir áramót (ekki staðist próf eða mætingu verið ábótavant) þurfa að mæta með 9. bekkingum þar til markmiðum er náð.

Íþróttakennarar

Posted in Fréttir.