Heilsugæsla

Heilsuvernd skólabarna.
Heilsuvernd  skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemandans að leiðarljósi . Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Starfsemi heilsuverndar skólabarna er skv lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda.Í henni felast heilsufarsskoðanir, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemanda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Skólahjúkrunarfræðingar.
Skólaheilsugæsla Álfhólsskóla heyrir undir Heilsugæsluna í Hvammi.
Skólahjúkrunarfræðingar eru í hlutastarfi. Viðvera hjúkrunarfræðinga í skólanum er birt í starfáætlun hvers árs og einnig er hægt að fá upplýsingar um viðveru hjúkrunarfræðinga á skrifstofu skólans..

Skólahjúkrunarfræðingur Álfhólsskóla-Digranes er Helga Jensen .  Simi er 441-3800. Netfang er alfholsskoli-digranes@heilsugaeslan.is.

Skólahjúkrunarfræðingur Álfhólsskóla-Hjalla er María Bergmann Guðjónsdóttir.  Simi er 441-3800. Netfang er alfholsskoli-hjalli@heilsugaeslan.is

Reglubundnar skoðanir og bólusetningar.

1.bekkur : Sjónpróf, hæðar -og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan. Bólusetning ef börn ekki fullbólusett skv tilmælum Landlæknis.

4.bekkur: Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan.

7.bekkur : Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan. Bólusetningar : Mislingar, hettusótt og rauðir hundar( ein sprauta) og HPV gegn leghálskrabbameini hjá stúlkum( 3 sprautur á 6 mánuðum).

9.bekkur: Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan. Bólusetning : Mænusótt, barnaveiki, stífkrampi og kíghósti ( ein sprauta).

6H heilsunnar – Heilbrigðisfræðsla/ forvarnir
Heilsuvernd skólabarna sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta ýmist í hópi eða á einstaklingsgrunni.

Lyfjagjafir
Þurfi börn að taka lyf á skólatíma er foreldrum bent á að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing og kynna sér tilmæli Landlæknis um lyfjagjafir í skólum.

Slys og veikindi
Mikilvægt er að skólahjúkrunarfræðingar viti af börnum sem eru með langvinnan og/eða lífshættulegan sjúkdóm, s.s sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.

Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu. Mikilvægt er að skólinn hafi öll símanúmer sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins.

Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af skólahjúkrunarfræðingi.

Lús
Mikilvægt er að foreldrar kembi og /eða leiti að lús í háir barna sinna reglulega t.d vikulega. Ef lús finnst í hári er mikilvægt að foreldrar láti vita í skólann svo hægt sé að senda út tilkynningu um það heim til annarra foreldra.

Upplýsingar fyrir foreldra um lúsina.