Alþjóðaver

Almennar upplýsingar

Alþjóðaver Álfhólsskóla hefur verið starfrækt frá haustinu 1999 og hefur þjónað öllum grunnskólum Kópavogs. Breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi um móttöku og kennslu nemenda með íslensku sem annað mál í skólum Kópavogs vorið 2016 og í kjölfarið hætti Álfhólsskóli að gegna hlutverki móttökuskóla fyrir þennan hóp af nemendum. Nú fara allir nemendur með erlendan bakgrunn í sína hverfisskóla en Alþjóðaver Álfhólsskóla sinnir ráðgjöf í málefnum sem snúa að móttöku og kennslu nemenda með íslensku sem annað mál. Alþjóðaver Álfhólsskóla í núverandi mynd sinnir kennslu í íslensku sem öðru máli og aðstoðar kennara í skólanum með val á námsefni, kennsluaðferðum, móttöku nemenda o.fl.

Markmið deildarinnar er að framfylgja lögum um grunnskóla þar sem segir að nemendur með annað móðurmál en íslensku eigi rétt á kennslu í íslensku sem annað tungumál.

Markmið deildarinnar er að framfylgja lögum um grunnskóla þar sem segir að nemendur með annað móðurmál en íslensku eigi rétt á kennslu í íslensku sem annað tungumál.

Hér er að finna handbók um móttöku nemenda með annað móðurmál en íslensku í leik- og grunnskólum Kópavogs.

Móttökuáætlun

Þegar foreldrar af erlendum uppruna óska eftir skólavist fyrir barn sitt í Álfhólsskóla er viðkomandi boðaður í viðtal  til deildarstjóra eða kennara Alþjóðavers sem gerir skólastjóra grein fyrir ósk foreldra.

Innritun

Ákveðinn er tími fyrir fyrsta móttökuviðtal. Fyrsti fundur fer fram með foreldrum eða forráðamönnum og nemanda ásamt túlki. Móttakan fer eftir því hvort nemandinn  er að fara í yngri deildina eða eldri deildina,  hverjir eru kallaðir  í viðtal í teyminu.

Undirbúningur  viðtals

Skólastjórnendur velja umsjónarbekk fyrir nemandann.  Umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda hvaðan hann er og hvenær móttökuviðtalið fer fram.   Umsjónarkennarinn undirbýr bekkinn fyrir komu nýs nemanda. Deildarstjóri tilkynnir jafnfram öðrum kennurum um koma nemandans í skólann og í hvaða bekk hann fer. Einnig er farið yfir stöðu nemandans út frá menningarlegum forsendum hans.  Tekið er saman fyrir viðtal skólareglur, stundaskrá bekkjar, almennar upplýsingar um skólann, upplýsingar um Frístund fyrir 1. – 4.bekk, upplýsingar um félagsstarf skólans, upplýsingar um mötuneyti og nestismál ásamt upplýsingum um hvernig innritun í mötuneyti og Frístund fer fram.

Móttökuviðtal

Móttökuviðtalið sitja foreldrar/forráðmenn, nemandi, umsjónarkennari, fulltrúi alþjóðavers, túlkur og deildarstjóri  sérúrræða. Ávallt skal kalla til túlk fyrir móttökuviðtal, einnig þótt annað foreldra sé íslenskt (sjá hverjir mæta í viðtalið, ferilblað um móttöku nemenda af erlendum uppruna). Hér er mikilvægt að skyldmenni eða vinir sitji ekki viðtalið.  Í viðtalinu fylla foreldrar út upplýsingablað með aðstoð túlks og önnur gögn varðandi skólavistina afhent.  Óskað er eftir bakgrunnsupplýsingum um nemandann ef mögulegt er.

Gerð er einstaklingsáætlun ef þarf, í samvinnu við kennara usjónarkennara og ö’rum kennurum sem koma að námi  nemandans þar sem kemur fram hvenær nemandinn er með bekknum og hvenær hann er í kennslu í íslensku sem annað mál.  Ákveðin er fundartími eftir fjórar/fimm vikur og er þá staða nemandans skoðuð með tilliti til líðan og hvernig áframhaldið er hugsað hvað varðar kennslutilhögun nemandans.

Foreldrasamstarf

Áhersla er lögð á að hafa mikið og gott samstarf við foreldra og eru þeir hvattir til að heimsækja skólann eins og þeir vilja. Oft koma foreldrar yngri nemendanna daglega í heimsókn þegar þeir eru að sækja nemendur í skólann og geta þá nýtt tækifærið og rætt við kennara um stöðu mála ef þeir óska svo. Í skólanum er lögð áhersla á mikilvægi góðra samskipta.

Niðurstöður rannsókna sýna að samskipti foreldra og skóla hafa jákvæð áhrif á skólastarf. Ávinningur samstarfs er meðal annars:

 • Betri líðan barna í skólanum. Aukinn áhugi og bættur námsárangur
 • Aukið sjálfstraust nemenda. Betri ástundun og minna brottfall
 • Jákvæðara viðhorf foreldra og nemenda til skólans
 • Aukinn samtakamáttur foreldra í uppeldis og menntunarhlutverkinu

Markmið foreldrasamstarfs:

 • að foreldrar og kennarar skiptist á upplýsingum um nám, líðan og hagi nemandans
 • að skólinn finni að foreldrum er umhugað um menntun barnsins og barnið finni að foreldrarnir hafa áhuga á starfi þess
 • að upplýsa foreldra um framfarir barnsins, vinnu þess og hlusta eftir viðhorfum þeirra
 • að foreldrar fái tækifæri til að sjá barnið sitt vinna, kynna skólaverkefni og koma fram
 • að skólinn geti útskýrt ákvarðanir sem snerta einstaka nemendur og hjálpað foreldrum að finna leiðir til að aðstoða börn sín

Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í samstarfsverkefnum Álfhólsskóla og heimilanna eins og:

 • Samráðsdagar
 • Þemadagar
 • Kynningarfundir
 • Foreldrakaffi
 • Stefnumótunardagur
 • Fundur að vori fyrir verðandi 1. bekkinga
 • Frammistöðumat
 • Vorhátíð
 • Skólaráð
 • Foreldrafélag Álfhólsskóla

Reynt er að koma öllum skilaboðum til foreldra á þeirra eigin móðurmáli.  Gott vald á eigin móðurmáli er forsenda þess að nemendur geti tileinkað sé nýja tungumálið af öryggi. Foreldrar eru hvattir til að vinna með barninu á móðurmáli sínu kenna barninu að lesa á því m.a. með því að afla lestrarbóka, myndbanda og tónlistar svo eitthvað sé nefnt.

Frístund

Frístundarheimili starfa við alla grunnskóla í Kópavogi og stendur til boða fyrir öll börn í 1. – 4. bekk. Frístund er valkostur þar sem börn dvelja við leik og skapandi starf eftir að skóla lýkur í umsjá starfsfólks.

Opnunartími er frá því að skóladegi lýkur og til kl. 17:00.  Boðið er upp á dagaval og hægt er að velja mismunandi langan dvalartíma.
Frístund er opin alla daga sem grunnskólar starfa og einnig allan daginn á þremur af fimm skipulagsdögum grunnskóla innan skólaárs nemenda.
Opið er alla virka daga í kringum jól og páska en lokað á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag. Sérstök skráning er í Frístund þá aukadaga sem opið er í kringum jóla- og páskafrí.
Frístund er lokuð í vetrarfríum skóla og lokað er á skólasetningardegi.
Umsókn um dvöl í frístund er í gegnum Íbúagáttina. Dvalar- og matargjöld eru innheimt fyrirfram í upphafi hvers mánaðar.
Ef barnið er ekki með kennitölu þurfa foreldrar að hafa samband við kennara eða ritara skólans til að skrá barnið í Frístund.
Frestur til þess að sækja um , breyta eða segja upp áskrift og sækja um afslátt er til 20. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

Gjaldskrá fyrir dvöl í Frístund má finna hér.

Félagsmiðstöð

Í Kópavogi eru starfandi 9 félagsmiðstöðvar fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 – 16 ára. Starfsstöðvar félagsmiðstöðvanna eru starfræktar í öllum grunnskólum Kópavogs. Félagsmiðstöðin sem starfar í Álfhólsskóla heitir Pegasus.

Í félagsmiðstöðvunum er boðið upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir börn og unglinga í frítímanum. Áhersla er lögð á bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum. Ekkert kostar að koma í félagsmiðstöðina þegar það er opið hús. Kostnaði á skemmtanir og aðra viðburði er haldið í lágmarki.

Frístundir

Kópavogsbær býður upp á fjölmargt og fjölbreytilegt frístundastarf fyrir alla aldurshópa sem bærinn styrkir með ýmsu móti. Meðal þess eru leikjanámskeið fyrir börn á sumrin, félagsmiðstöðvastarf fyrir unglinga og ungmennahús.

Tómstundafélög eru margvísleg og bíður öll þessi starfssemi upp á ýmist íþrótta – og listtengt starf, menningarviðburði, garðrækt, tónlist, fræðslu og nám.

Íþróttafélög í Kópavogi:

Breiðablik (knattspyrna, frálsar íþróttir, karate, taekwondo, körfubolti, skíði, sund skák)
HK (kanttspyrna, handbolti, bandý, blak, dans, borðtennis)
Gerpla (fimleikar, parkour)
Dansfélagið Hvönn
Dansíþróttafélag Kópavogs
Golfkúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Hestamannafélagið Sprettur
Siglingafélagið Ýmir
Skotíþróttafélag Kópavogs
Tennisfélag Kópavogs
Hnefaleikafélag Kópavogs o.fl.

Kópavogsbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Kópavogi, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Frá og með 1. janúar 2017 er styrkurinn 40.000 krónur á barn á ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina/námskeiða. Öll ráðstöfun frístundastyrkja er núna rafræn.

Skráning á námskeið getur farið fram í gegnum Íbúagátt eða á vefsíðu/frístundastyrkjasíðu viðkomandi félags/fyrirtækis þar sem barnið stundar sitt frístundastarf.