Í upphafi hvers skólaárs halda umsjónarkennarar bekkjarfundi með nemendum sínum og útbúa í sameiningu bekkjarreglur sem taka mið af skólareglum og skólamenningu.
Við berum öll ábyrgð á að fara eftir reglum skólans. Brjóti nemandi skólareglur og/eða hegðun hans óviðunandi fylgir skólinn verklagsreglum um ferli vegna slíkrar hegðunar.
Spjaldtölvureglur
Allir bekkir, árgangar eða stig setja sér reglur um notkun og meðferð á spjaldtölvum.
Auk þess gildir almennt:
- Kennarar stýra snjalltækja notkun í kennslustundum, t.d. hvaða forrit eru notuð og hvenær.
- Spjaldtölvur eru lokaðar í upphafi kennslustundar.
- Spjaldtölvur eru lokaðar á göngum.
- Heima er notkun spjaldtölvu á ábyrgð foreldra en þeir geta óskað eftir að nemendur geymi spjaldtölvur alfarið í skólanum.
- Engin snjalltæki í matsal.
- Við virðum aldurstakmörk á samskiptamiðlum og öðrum forritum.
- Engir símar, símaúr né önnur persónuleg snjalltæki í kennslustundum. Ef nemendur eru með tækin í skólanum skulu þau vera í læstum skáp eða ofan í tösku á hljóðlausri stillingu án titrings eða slökkt á þeim. Þetta á við allan skóladaginn á yngsta og miðstigi en nemendur á unglingastigi mega nota snjalltæki sín í frímínútum.
ur koma með spjaldtölvur lokaðar í upphafi kennslustunda. - Kennarar stjórna hvaða smáforrit eru notuð í kennslustundum.
- Nemendur hafa spjaldtölvur lokaðar á meðan þeir ganga.
- Engar spjaldtölvur í matsal.
Um viðurlög við brot á reglum um notkun á spjaldtölvum vísast til viðlaga um brot á skólareglum.
Aðgerðir og viðurlög við brotum á skólareglum eða óviðunandi hegðunar
Vísað er til reglugerðar nr. 1040/2011.
Í almennum aðgerðum felst að:
- fylgja vel eftir þeim kröfum sem gerðar eru til nemenda
- sýna nemendum skilning, þolinmæði og sveigjanleika
- hvetja nemendur með jákvæðum hætti til þess að læra góð mannleg samskipti
- veita nemendum persónulega aðstoð
- gefa nemendum færi á að tjá sig og segja frá málsatvikum
- boða forráðamenn á upplýsingafund ef hegðun nemenda truflar skólastarf.
Aðgerðir og viðurlög við brotum á skólareglum eða óviðunandi hegðunar
Vísað er til reglugerðar nr. 1040/2011
Í almennum aðgerðum felst að:
- fylgja vel eftir þeim kröfum sem gerðar eru til nemenda
- sýna nemendum skilning, þolinmæði og sveigjanleika
- hvetja nemendur með jákvæðum hætti til þess að læra góð mannleg samskipti
- veita nemendum persónulega aðstoð
- gefa nemendum færi á að tjá sig og segja frá málsatvikum
- boða forráðamenn á upplýsingafund ef hegðun nemenda truflar skólastarf.
Ávallt skal taka tillit til aðstæðna og þarfa nemenda og hafa samráð við forráðamenn.
Leggja skal áherslu á að leitað sé eftir samkomulagi og sáttaleiðum. Forráðamönnum skal ætíð og svo fljótt sem auðið er gerð grein fyrir brotum barna sinna á skólareglum. Gefa skal forráðamönnum kost á að tjá sig ef börn þeirra brjóta skólareglur.
Sértækar aðgerðir og viðurlög
Ávallt skal taka tillit til aðstæðna og þarfa nemenda og hafa samráð við forráðamenn.
Leggja skal áherslu á að leitað sé eftir samkomulagi og sáttaleiðum. Forráðamönnum skal ætíð og svo fljótt sem auðið er gerð grein fyrir brotum barna sinna á skólareglum. Gefa skal forráðamönnum kost á að tjá sig ef börn þeirra brjóta skólareglur.
- Gerist nemandi sekur um brot á skólareglum á starfsmaður að byrja á að ræða við hann og reyna með yfirvegun og samtali að stöðva hegðunina. Hann getur óskað eftir aðstoð hjá nálægum starfsmanni eða hringt í deildarstjóra (eða annan stjórnanda) eftir aðstoð.
- Valdi nemandi verulegri truflun og/eða gerist ítrekað brotlegur við gildandi skólareglur á:
- viðkomandi kennari að upplýsa forráðamenn og umsjónarkennara
- umsjónarkennari að meta mál nemandans, ræða einslega við hann og aðstoða hann við að bæta hegðun sína
- umsjónarkennari að upplýsa nemanda til hvaða úrræða verði gripið ef hegðunin endurtekur sig
- Ef nemandi lætur sér ekki segjast, má vísa honum úr kennslustund og inn til stjórnenda. Ávallt skal upplýsa foreldra ef nemanda er vísað úr kennslustund. Deildarstjóri getur svo boðað hann, umsjónarkennara og/eða viðkomandi kennara og forráðamenn hans í viðtal.
- Verði enn ekki breyting til batnaðar skulu kennarar leita aðstoðar lausnateymis skólans.
- Ef aðgerðir lausnateymis bera ekki árangur getur umsjónarkennari vísað málinu til nemendaverndarráðs.
- Ef áðurnefndar aðgerðir bera ekki árangur getur skólastjóri vísað máli nemanda til fræðsluyfirvalda og/eða barnavernd.
- Ef ástundun/skólasókn nemanda er verulega áfátt skal fylgja verklagsreglum Kópavogsbæjar um skólasókn.
- Gerist nemandi sekur um brot á skólareglum með einum eða öðrum hætti á starfsmaður að byrja á að ræða við hann og reyna með yfirvegun og samtali að stöðva hegðunina. Hann getur óskað eftir aðstoð hjá nálægum starfsmanni eða hringt í deildarstjóra (eða annan stjórnanda) eftir aðstoð.
- Valdi nemandi verulegri truflun og/eða gerist ítrekað brotlegur við gildandi skólareglur á:
- viðkomandi kennari að upplýsa forráðamenn og umsjónarkennara
- umsjónarkennari að meta mál nemandans, ræða einslega við hann og aðstoða hann við að bæta hegðun sína
- umsjónarkennari að upplýsa nemanda til hvaða úrræða verði gripið ef hegðunin endurtekur sig. Ef nemandi lætur sér ekki segjast, má vísa honum úr tíma og inn til stjórnenda. Deildarstjóri getur svo boðað hann, umsjónarkennara og forráðamenn hans í viðtal.
- Verði enn ekki breyting til batnaðar skulu kennarar leita aðstoðar lausanateymis skólans.
- Ef aðgerðir lausnateymis bera ekki árangur getur umsjónarkennari vísað málinu til nemendaverndarráðs.
- áðurnefndar aðgerðir bera ekki árangur getur skólastjóri vísað máli nemanda til fræðsluyfirvalda og/eða barnavernd.
- Ef ástundun/skólasókn nemanda er verulega áfátt skal umsjónarkennari vísa máli hans til nemendaverndarráðs.
Gerist nemandi sekur um alvarlegt brot á reglum skólans og/eða landslögum hvar sem hann er staddur á vegum skólans skal ávallt hafa samráð við forráðamenn og búa nemanda undir að hann verði sendur heim á kostnað forráðamanna.
Nemendur og forráðamenn þeirra eru ábyrgir fyrir því tjóni sem nemendur kunna að valda á eigum skólans, starfsfólks eða skólafélaga sinna. Kennarar skulu skrá mál samkvæmt verklagsreglum skólans.