Reglur um spjaldtölvunotkun

Allir bekkir, árgangar eða stig setja sér reglur um notkun og meðferð á spjaldtölvum.

Auk þess gildir almennt:

  • Kennarar stýra snjalltækja notkun í kennslustundum, t.d. hvaða forrit eru notuð og hvenær.
  • Spjaldtölvur eru lokaðar í upphafi kennslustundar.
  • Spjaldtölvur eru lokaðar á göngum.
  • Heima er notkun spjaldtölvu á ábyrgð foreldra en þeir geta óskað eftir að nemendur geymi spjaldtölvur alfarið í skólanum.
  • Engin snjalltæki í matsal.
  • Við virðum aldurstakmörk á samskiptamiðlum og öðrum forritum.
  • Engir símar, símaúr né önnur persónuleg snjalltæki í kennslustundum. Ef nemendur eru með tækin í skólanum skulu þau vera í læstum skáp eða ofan í tösku á hljóðlausri stillingu án titrings eða slökkt á þeim. Þetta á við allan skóladaginn á yngsta og miðstigi en nemendur á unglingastigi mega nota snjalltæki sín í frímínútum.
    Nemendur koma með spjaldtölvur lokaðar í upphafi kennslustunda.
  • Kennarar stjórna hvaða smáforrit eru notuð í kennslustundum.
  • Nemendur hafa spjaldtölvur lokaðar á meðan þeir ganga.
  • Engar spjaldtölvur í matsal.

Um viðurlög við brot á reglum um notkun á spjaldtölvum vísast til viðlaga um brot á skólareglum.

Reglur um símanotkun á unglingastigi.

Eftirfarandi eru símanotkunarreglurnar ef nemandi tekur upp síma í kennslustund:

  1. Rætt við nemandann og hann beðinn um að setja símann ofan í tösku og skráð á hann brot á snjalltækjareglum í Mentor.
  2. Ef nemandinn tekur símann upp aftur í SÖMU kennslustund er síminn geymdur á kennaraborðinu eða hjá ritara út kennslustundina.
    1. Ef hann vill ekki afhenda símann er nemandanum vísað úr kennslustund og inn til stjórnenda.
    2. Viðkomandi kennari upplýsir foreldra og umsjónarkennara um atvikið.
    3. Umsjónarkennari ræðir við nemandann einslega og fer yfir hvað gerist ef hegðunin endurtekur sig.
  3. Ef kennari hefur í þrígang þurft að hafa samband við foreldra vegna brota á símareglum boðar umsjónarkennari foreldra í viðtal þar sem farið verður yfir leiðir til að bæta hegðun nemandans.
  4. Ef fundur með foreldrum skilar enn ekki árangri boðar umsjónarkennari foreldra á fund með stjórnendum.
  5. Ef aðgerðir bera ekki árangur getur umsjónarkennari óskað eftir aðstoð lausnateymis.

Ef nemandi tekur upp síma í matsal

  1. Rætt við nemandann og hann beðinn um að setja símann ofan í tösku. Hann látinn vita að það verði haft samband við foreldra.
    1. Umsjónarkennari upplýstur um málið.
    2. Umsjónarkennari upplýsir foreldra.
  2. Ef nemandinn tekur símann upp aftur í SAMA matartíma er síminn geymdur hjá ritara út matartímann. 
    1. Ef hann vill ekki afhenda símann er nemandanum vísað úr matartímanum og inn til stjórnenda.
    2. Umsjónarkennari upplýstur um málið.
    3. Umsjónarkennari upplýsir foreldra.
    4. Umsjónarkennari ræðir við nemandann einslega og fer yfir hvað gerist ef hegðunin endurtekur sig.
  3. Ef umsjónarkennari hefur í þrígang þurft að hafa samband við foreldra vegna brota á símareglum boðar umsjónarkennari foreldra í viðtal þar sem farið verður yfir leiðir til að bæta hegðun nemandans.
  4. Ef fundur með foreldrum skilar enn ekki árangri boðar umsjónarkennari foreldra á fund með stjórnendum. 
  5. Ef aðgerðir bera ekki árangur getur umsjónarkennari óskað eftir aðstoð lausnateymis.