Læsisteymi

Læsisteymið er leiðandi í fjölbreyttum lestrarkennsluaðferðum og til ráðgjafar og stuðnings við kennara við undirbúning kennslu og framkvæmd íhlutunar. Teymið fundar ásamt ytri ráðgjafa, sérfræðingi í lestrarkennslu á hópfundi einu sinni til tvisvar í mánuði eftir þörfum. Lögð verður áhersla á að kennarar prófi sig áfram með fjölbreytta kennsluhætti og nýbreytni í lestrarkennslu, t.a.m. PALS, leshröðun og gagnvirkan lestur, og þeir fái fræðslu og leiðsögn um ólíkar lestrarkennsluaðferðir.


Skólaárið 2024 – 2025 eru í teyminu: (í vinnslu)

Eygló Jósephsdóttir, deildarstjóri verkefna
Guðrún Ósk Traustadóttir, sérkennari
Ingibjörg Jóhannesdóttir, deildarstjóri
Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri
Sigrún Erla Ólafsdóttir, deildarstjóri
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, kennari
Þóra Kristín Hauksdóttir, sérkennari