Árgangafulltrúar / tengiliðir við stjórn
Hér er slóði fyrir skráningu árgangafulltrúa:
Tengiliðir eru brúin milli stjórnar og foreldra innan hvers árgangs.
Árgangafulltrúar (bekkjarfulltrúar) gegna mikilvægu hlutverki í því að byggja upp gott foreldrasamfélag í kringum börnin okkar sem og sýna frumkvæði í jákvæðri samvinnu við aðra foreldra, kennara og nemendur.
Mikilvægt hlutverk fulltrúa er fyrst og fremst að:
- vera tengiliðir við foreldrafélagið og koma boðum frá stjórn og inn á árgangasíður á FB
- hafa frumkvæði að umræðum innan hópsins um t.d. skemmtanir fyrir árganginn með foreldum
- minna á foreldraröltið
- stuðla að góðri samvinnu foreldrahópsins.
Fjöldi tengiliða þurfa að vera samtals 4-6 (eftir stofuhópum) og eru fulltrúar árgangsins í tvö ár eða lengur, helst einn úr hverjum stofuhóp. Fulltrúarnir eiga þó ekki að bera allan þungann að undirbúningi viðburða og er mikilvægt að virkja sem flesta í hópi foreldra.
Heppilegt er að skipta foreldrum í litla hópa til að skipuleggja einstök verkefni vetrarins.
Áríðandi er að allir foreldrar hvers árgangs hittist bæði fyrir og eftir áramót og komi sér saman um samskiptaleiðir sín á milli og ræði annað sem skiptir máli í samskiptum nemenda, m.a. samfélagsmiðla, foreldrasáttmála ofl.
Eingöngu tengiliðir/ fulltrúar geta sótt um styrk fyrir skemmtunum sé staða þeirra fullmönnuð. Fjárhæðin er 20-30 þús. pr. önn pr árgang og fer eftir fjölda stofuhópa. Ath. að styrkurinn flyst ekki milli anna. Lögð er áhersla á að allir foreldrar taki þátt og hjálpi til við undirbúning skemmtana.
Foreldrafélagið heldur fræðslufundi og spjall með fulltrúum á hverri önn.
Minnum á verðlaunaleik – Pizzuveislu fyrir árganginn ef næst að fullmanna árgangafulltrúa fyrir dagslok 27. september 2024 og þegar foreldrarölti árgangsins er fullnægt á skólaárinu.
Foreldrum er bent á að kynna sér þær upplýsingar sem er að finna í Foreldrabankanum á vef Heimilis og skóla.
FORELDRABANKINN – hlutverk foreldra og bekkjarfulltrúa.