Farsæld barna og barnavernd

Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónustu í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barna. Hér eru upplýsingar um farsæld barna í Kópavogi.

Tengiliðir

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar eða sent beiðni í gegnum Þjónustugátt Kópavogsbæjar

Tengiliðir Álfhólsskóla eru:

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Í því felst m.a. skylda til að kanna aðstæður barna þegar grunur leikur á að þau búi við ofangreindar aðstæður, veita nauðsynlegan stuðning og beita úrræðum til verndar börnunum þegar við á. Hagsmunir barna eiga að vera leiðarljós í öllu starfi barnaverndar og ætíð ber að leita þeirra lausna sem börnum er fyrir bestu.

“Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn:
a. búi við óviðunandi uppeldisaðstæður,
b. verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða
c. stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.
Þá er öllum skylt að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef þeir hafa ástæðu til að ætla að lífi, heilsu eða þroska ófædds barns sé stefnt í alvarlega hættu vegna lífernis, háttsemi eða aðstæðna verðandi foreldra þess eða um hvert það tilvik sem telja má að barnaverndarþjónusta eigi að láta sig varða”. Barnaverndarlög nr. 80/2002 16. gr.

Verklagsreglur um tilkynningarskyldu skóla til barnaverndanefnda má lesa hér.