Nám við hæfi
Nám við hæfi Þessa dagana er unnið að hópaskiptingu fyrir „Nám við hæfi“ í stærðfræði á miðstigi en búið er að skipta nemendum í 9. og 10. bekk í hópa.
Um Álfhólsskóla
Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í grónu hverfi í austurbæ Kópavogs og í göngufæri við Kópavogs- og Fossvogsdal. Í skólanum eru 665 nemendur og rétt um 130 starfsmenn. Skólinn starfar í tveimur húsum, í Digranesi (Álfhólsvegur 100) fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og í Hjalla (Álfhólsvegur 120) fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Skólinn hefur auk þess afnot af íþróttahúsinu Digranesi og þar hefur hluti af Dægradvöl skólans fyrir nemendur frá 1. – 4. bekk einnig verið til húsa. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru öflug sérkennsluver, námsver fyrir einhverfa nemendur og alþjóðanámsver. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.
Nám við hæfi Þessa dagana er unnið að hópaskiptingu fyrir „Nám við hæfi“ í stærðfræði á miðstigi en búið er að skipta nemendum í 9. og 10. bekk í hópa.
Nordplus Nordplus er eitt af þróunarverkefnum í Álfhólsskóla. Eiríkur Ólafsson, umsjónarkennari 7.EB er í forsvari fyrir Nordplus í Álfhólsskóla. Netfangið hans er eirikol@kopavogur.is
Nemendaráð Álfhólsskóla hefur verið stofnað. Það er ráðgefandi ráð í stjórnun skólans og tveir fulltrúar þess eru jafnframt í Skólaráði. Eftirtaldir fulltrúar eru í nemendaráði: Nemendaráð 2016-2017 Andrea Þórey Sigurðardóttir 10. HGG Stefán Hjörleifsson 10. HGGÞorvaldur Tumi Baldursson 10. HGGGuðgeir Ingi […]
Mötuneyti Álfhólsskóla
Sálfræðiþjónusta Benedikt Bragi Sigurðsson og Hugrún Sigurjónsdóttir eru sálfræðingar við Álfhólsskóla. Þau sinna nemendum ýmist að beiðni skóla eða forráðamanna. Skólinn vísar nemendum aðeins til sálfræðings að gefnu samþykki forráðamanna og á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá ritara. Forráðamenn […]